Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. ágúst 2015 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
Pellegrini: Fleiri mörk á leiðinni hjá Sterling
Raheem Sterling er búinn að opna markareikninginn sinn með Manchester City í Úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað vel fyrir liðið og virðist smellpassa í áform Manuel Pellegrini.
Raheem Sterling er búinn að opna markareikninginn sinn með Manchester City í Úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað vel fyrir liðið og virðist smellpassa í áform Manuel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini er sáttur með góðan sigur sinna manna í Manchester City gegn Watford á Etihad leikvanginum í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Pellegrini setti Samir Nasri inná í hálfleik og var Raheem Sterling búinn að skora rétt rúmri mínútu síðar.

„Þetta var ekki þreytandi í fyrri hálfleik, maður getur ekki búist við að vinna leik gegn skipulögðu og varnarsinnuðu liði í fyrri hálfleik," sagði Pellegrini slakur og sáttur að leikslokum.

„Við gerðum breytingar, sköpuðum okkur meira og unnum leikinn. Raheem spilaði mjög vel og það er gott fyrir hann að skora. Hann lagði mikið á sig og ég er viss um að fleiri mörk séu á leiðinni."

Kevin de Bruyne er lentur í Manchester til að ganga frá pappírum og standast læknisskoðun hjá Man City, en Pellegrini vill ekkert tjá sig um málið.

„Ég ætla að svara eins og ég geri alltaf. Þegar málinu er lokið þá skal ég tala um það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner