Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. ágúst 2015 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Liverpool 
Rodgers: Erfiðasti leikurinn hingað til
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, býst við erfiðum leik í dag þegar West Ham mætir á Anfield.

West Ham hefur unnið sinn eina útileik á tímabilinu en tapað síðustu tveim leikjum á heimavelli. Útisigurinn kom á Emirates í fyrstu umferð þegar liðið lagði Arsenal af velli 2-0.

„Þetta verður erfiðasti leikurinn hingað til. Þeir náðu í mjög, mjög góð úrslit síðast þegar þeir léku á útivelli svo við vitum hvað bíður okkar, þetta verður erfiður leikur", sagði Rodgers á vikulegum blaðamannafundi í gær.

Slaven Bilic tók við West Ham í sumar og hefur Rodgers mikla trú á að hann geti gert góða hluti hjá Lundúnarliðinu.

„Þeir eru með nýjan stjóra sem er mjög fær. Hann er enn að læra á ensku deildina og líka á sína leikmenn. Ég er viss um að hann mun gera stórkostlega hluti hjá West Ham".

Liverpool er taplaust eftir þrjár umferðir en eftir sigur í fyrstu tveim leikjunum gerði liðið markalaust jafntefli við Arsenal síðastliðinn mánudag.

„Við erum að spila á heimavelli og við viljum sýna okkar bestu hliðar á okkar velli. Þú gast séð á síðustu frammistöðu okkar á móti Arsenal að leikmennirnir eru farnir að þekkja sín hlutverk betur og eru farnir að tengja betur við hvorn annan", sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner