Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. ágúst 2015 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Komum til baka úr landsleikjahlénu tvíefldir
Fyrsta tap Liverpool gegn West Ham á Anfield í 52 ár.
Fyrsta tap Liverpool gegn West Ham á Anfield í 52 ár.
Mynd: Getty Images
Liverpool hélt hreinu þrjá fyrstu leiki tímabilsins en fékk svo þrjú mörk á sig þegar West Ham mætti í heimsókn í dag.

Brendan Rodgers var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna en sagði að allt yrði komið í lag eftir landsleikjahléð.

„Fyrsta markið er ódýrt og hvetur þá til baráttu og frekari dáða," sagði Rodgers eftir tapið.

„Annað markið voru mistök, sem geta gerst. Við byrjuðum vel en svo misstum við Coutinho af velli.

„Mér fannst þetta ekki rautt spjald, ekkert frekar en það sem Noble fékk.

„Við verðum að gera miklu betur en í dag, við vörðumst hræðilega og reyndum ekki nóg á markvörð andstæðinganna.

„Við erum svekktir og munum skoða allt sem fór úrskeiðis. Við ætlum að koma til baka úr landsleikjahlénu tvíefldir og vinna næsta leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner