Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. ágúst 2015 16:49
Ívan Guðjón Baldursson
Sherwood: Vorum rændir sigrinum
Mynd: Getty Images
Aston Villa gerði 2-2 jafntefli við botnlið Sunderland í dag þar sem Scott Sinclair gerði bæði mörk heimamanna í Villa.

Tim Sherwood, stjóri Villa, var ósáttur með stóra ákvörðun sem hann telur dómarann hafa misst af og segir sína menn hafa verið rænda sigrinum.

„Hver sem horfði á þennan leik veit að við hefðum átt að vinna," sagði Sherwood svekktur eftir jafnteflið.

„Við áttum 22 skot, markvörðurinn átti markvörslu í heimsklassa og við áttum að fá vítaspyrnu. Við vorum rændir sigrinum.

„Þetta var klárlega vítaspyrna. Younes Kaboul fer ekki alla leið með brotið en það er snerting og þar af leiðandi klár vítaspyrna. Liðið mitt hefði ekki getað gert meira en þetta í dag."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner