Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. ágúst 2015 08:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Viðar Kjartans og Bjössi Hreiðars í útvarpinu i dag
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Íslenska landsliðið verður fyrirferðamikið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag laugardag milli 12 og 14.

Framundan eru landsleikir gegn Hollandi og Kasakstan. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson standa vaktina að vanda.

Sigurbjörn Hreiðarsson kemur í spjall um þessa leiki, íslenska hópinn, stemninguna í Amsterdam og hollenska landsliðið.

Sérstakur gestur þáttarins er sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson, sóknarmaður Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína.

Viðar er í landsliðshópnum sem tilkynntur var í gær.

Skoðuð verður næsta umferð í Pepsi-deild karla sem öll fer fram á morgun, sunnudag. Guðmundur Steinarsson skoðar leikina.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner