Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. ágúst 2015 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Arsenal 
Wenger hvetur enska stjóra til að þjálfa erlendis
Wenger veit hvað hann syngur
Wenger veit hvað hann syngur
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur það vera hollt fyrir enska knattspyrnustjóra að prófa sig í öðru umhverfi en á Englandi.

Arsenal heimsækir Newcastle í hádegisleiknum í enska boltanum í dag en Steve McClaren er við stjórnvölin þar á bæ.

McClaren yfirgaf enska boltann og tók við Twente í Hollandi eftir að hafa stýrt enska landsliðinu um tíma. Wenger telur það hafa gert McClaren gott.

„Ég myndi hvetja enska þjálfara til að fara erlendis og þjálfa þar. Sérstaklega þegar þú hefur stýrt landsliðinu. Þá er það besta sem þú getur gert að fara í nýtt land um tíma og koma svo til baka".

„Mér finnst Bobby Robson vera gott dæmi og ég held að þetta hafi verið sniðug ákvörðun hjá Steve McClaren. Hann hefur gert vel".



Athugasemdir
banner
banner