Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. ágúst 2016 12:05
Fótbolti.net
Hófið - Urðað yfir dómara á bílaplani
Uppgjör 17. umferðar
Stuðningsmenn FH sáu sína menn fagna sigri í Ólafsvík.
Stuðningsmenn FH sáu sína menn fagna sigri í Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fyrirsögnin er tilvísun í Twitter færslu sem sjá má í lokahófi umferðarinnar. Það var heldur betur líf og fjör á Twitter eins og sjá má neðst í þessari samantekt.

Leikur umferðarinnar: Valur 2 - 0 KR
Leikurinn sem flestir eru að tala um eftir þessa helgi. KR-ingar eru alls ekki sáttir við Guðmund Ársæl Guðmundsson en Valsmenn halda áfram að gleðjast.
Nánar um leikinn

Atvik umferðarinnar: Rauða spjald Skúla Jóns
„Gunni og Kristinn Freyr eru að berjast um boltann og mér fannst Kristinn vera að toga í Gunna, þannig ég fer að Guðmundi Ársæli og segi: 'Hann má ekki toga í hann þótt hann sé í sókn.' Punktur," - Sjáðu viðtal við Skúla

Mark umferðarinnar: Kristinn Freyr
„HVERNIG ER ÞESSI MAÐUR AÐ SPILA Á ÍSLANDI BARA? Kristinn Freyr leikur sér að KR vörninni áður en hann hamrar hann í fjærhornið nýkominn inn í teiginn. Vá þetta var geggjað mark!! Finnur Orri náði engan veginn að höndla hann!" sagði Gunnar Birgisson í textalýsingu frá leiknum. Smelltu hér til að sjá markið.

EKKI lið umferðarinnar:


Afsökunarbeiðni umferðarinnar: Ejub Purisevic
„Hvað á ég að segja? Ég tjáði mig nokkrum sinnum um dómara og biðst afsökunar á því. En ef þú ert að reyna að fiska eitthvað upp úr mér verði þér að góðu,“ sagði Ejub við Ingva Þór Sæmundsson á Vísi.

Endalaust svekkelsi umferðarinnar: Fylkismenn
Leikurinn er víst ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Sama hvaða uppbótartími er gefinn upp. Fylkismenn virtust vera að næla sér í gríðarlega dýrmætan sigur þegar Ingimundur Níels Óskarsson skorar fyrir Fjölni eftir að uppgefinn uppbótartími var liðinn. Ingimundur yfirgaf Fylki í sumar en þar náði hann sér engan veginn á strik.

Lærdómur umferðarinnar:
Uppbótartíminn er að minnsta kosti x mínútur.

Dómari umferðarinnar: Gunnar Jarl Jónsson
Dæmdi leik ÍBV og Þróttar listavel. Jákvætt að Jarlinn sé að koma úr meiðslum. Deildin þarf á honum að halda.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Gunnlaugur Jónsson
Er að gera hreint frábæra hluti með Skagaliðið og á mikið hrós skilið.

Notið #fotboltinet á Twitter




































Athugasemdir
banner
banner
banner