Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. ágúst 2016 22:45
Arnar Geir Halldórsson
Giuseppe Rossi til Celta Vigo (Staðfest)
Rossi líður vel á Spáni
Rossi líður vel á Spáni
Mynd: Getty Images
Ítalski sóknarmaðurinn Giuseppe Rossi hefur verið lánaður til spænska úrvalsdeildarliðsins Celta Vigo frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Fiorentina.

Rossi eyddi síðustu leiktíð einnig á láni á Spáni en þá hjá Levante sem hafnaði í neðsta sæti La Liga. Þrátt fyrir það tókst Rossi að skora sex mörk í sautján leikjum.

Þessi 29 ára gamli framherji hefur átt í mikum vandræðum með meiðsli í gegnum ferilinn en hann á 30 landsleiki fyrir ítalska A-landsliðið.

Celta Vigo var spútniklið La Liga á síðustu leiktíð og endaði í sjötta sæti en liðið missti besta leikmann sinn til Man City í sumar þegar Nolito færði sig um set.
Athugasemdir
banner
banner