mán 29. ágúst 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guðmunda Brynja spilaði í marki um helgina
Guðmunda hefur verið sannkölluð markavél í Pepsi-deildinni undanfarin þrjú ár.
Guðmunda hefur verið sannkölluð markavél í Pepsi-deildinni undanfarin þrjú ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmunda Brynja Óladóttir, landsliðsmaður og fyrirliði Selfoss í Pepsi-deildinni, spilaði leik með 2. flokk Selfyssinga gegn 2. flokk HK/Víkings á laugardaginn.

Yngri flokkar kvennaliðs Selfoss eru sameinaðir Hamri frá Hveragerði og Ægi frá Þorlákshöfn og fékk Gumma að vera í marki.

Gumma, sem hefur verið að raða inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin tímabil, er búin að vera mikið frá á tímabilinu vegna meiðsla á hné og saknar Selfoss hennar sárt enda í bullandi fallbaráttu þrátt fyrir frábært gengi undanfarin ár.

Það er talið vera batamerki að Gumma hafi spilað heilan leik fyrir 2. flokk þó hún hafi ekki verið útispilandi. Gumma fékk tvö mörk á sig í 4-2 sigri.

Kvennalið Selfoss/Hamars/Ægis er um miðja efstu deild í 2. flokki kvenna, HK/Víkingur er fjórum stigum ofar í öðru sæti þegar ein umferð er eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner