Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. ágúst 2016 21:00
Arnar Geir Halldórsson
Joe Hart fær leyfi til að yfirgefa enska landsliðshópinn
Hart er að kveðja Man City
Hart er að kveðja Man City
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið staðfesti að Joe Hart hafi fengið leyfi til að yfirgefa æfingabúðir landsliðsins nú rétt í þessu.

Ástæðan er sú að Hart er á leið til Ítalíu þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Torino.

Jonathan Barnett, umboðsmaður Hart, staðfesti þessar fregnir í samtali við Tuttosport í kvöld.

„Joe Hart mun spila fyrir Torino. Það er frágengið. Leikmaðurinn hefur samþykkt það og Man City líka. Hann fer í læknisskoðun á morgun," sagði Barnett.

Samkvæmt heimildum Skysports er um lánssamning að ræða en Man City gekk nýverið frá kaupum á Claudio Bravo frá Barcelona.

Torino endaði í 12.sæti Serie A á síðustu leiktíð en gamli aukaspyrnusnillingurinn Sinisa Mihajlovic tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner