mán 29. ágúst 2016 18:15
Fótbolti.net
Lið 18. umferðar í Inkasso - 17 ára markvörður
Aron Birkir Stefánsson í leiknum gegn Fjarðabyggð um helgina.
Aron Birkir Stefánsson í leiknum gegn Fjarðabyggð um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Marko Nikolic leikmaður Hugins.
Marko Nikolic leikmaður Hugins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA tók stórt skref í átt að Pepsi-deildinni með 3-2 sigri á HK í 18. umferð Inkasso-deildarinnar um helgina. KA á tvo fulltrúa í úrvalsliði vikunnar en það má sjá hér að neðan.

Þór á tvo unga fulltrúa í liðinu eftir 3-1 sigurinn á Fjarðabyggð um helgina. Hinn 17 ára gamli Aron Birkir Stefánsson fékk tækifærið á milli stanganna og stóð sig vel.

Huginn hoppaði úr fallsæti upp í 9. sætið með 4-2 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði. Marko Nikolic og Rúnar Freyr Þórhallsson voru öflugir þar. Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, er einnig þjálfari umferðarinnar.

Leiknir R. vann langþráðan sigur eftir dapurt gengi undanfarnar vikur, Keflavík lagði Hauka og þá gerðu Selfoss og Grindavík jafntefli.



Úrvalslið 18. umferðar Inkasso:
Aron Birkir Stefánsson (Þór)

Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss)
Marko Nikolic (Huginn)

Frans Elvarsson (Keflavík)
Óskar Jónsson (Þór)
Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)

Juraj Grizelj (KA)
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)

Þjálfari umferðarinnar: Brynjar Skúlason (Huginn)

Sjá einnig:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner