banner
   mán 29. ágúst 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle festir kaup á Achraf Lazaar (Staðfest)
Lazaar í leik með Palermo gegn Juventus.
Lazaar í leik með Palermo gegn Juventus.
Mynd: Getty Images
Newcastle er búið að festa kaup á vinstri bakverðinum Achraf Lazaar frá Palermo. Lazaar er búinn að skrifa undir fimm ára samning við félagið en kaupverðið er ekki talið nema meira en um 4 milljónir evra.

Lazaar, sem er 24 ára, á 16 leiki að baki fyrir marrokóska landsliðið og segist vera himinlifandi með að vera kominn til Englands.

Lágt kaupverð kemur mörgum á óvart enda hefur Lazaar, sem getur einnig leikið á vinstri kanti, verið byrjunarliðsmaður hjá Palermo frá komu sinni til félagsins.

Lazaar mun berjast við Paul Dummett og Massadio Haidara um byrjunarliðssæti hjá Newcastle, sem er í 4. sæti Championship deildarinnar, með 9 stig eftir 5 umferðir.

„Achraf er ungur og góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu. Hann gefur okkur mikla breidd á vinstri vængnum og mun gera góða hluti fyrir samkeppnina í leikmannahópnum," sagði Rafa Benitez, stjóri Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner