mán 29. ágúst 2016 10:36
Magnús Már Einarsson
Ter Stegen setti met gegn Bilbao
Mynd: Getty Images
Marc-André ter Stegen, markvörður Barcelona, setti met í 1-0 sigrinum á Athletic Bilbao um helgina.

Ter Stegen átti 62 sendingar í leiknum en þar af rötuðu 51 á samherja.

Enginn markvörður hefur átt jafnmargar sendingar á samherja í spænsku úrvalsdeildinni síðan að byrjað var að taka sendingartölfræði saman árið 2005.

Barcelona seldi Claudio Bravo til Manchester City í síðustu viku og því fær Ter Stegen nú sénsinn í spænsku úrvalsdeildinni.

Ter Stegen spilaði lítið í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann spilaði meira í öðrum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner