Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   mán 29. ágúst 2016 15:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Tómas Ingi vill sjá breytingar á reglum um erlenda leikmenn
Tómas Ingi Tómasson.
Tómas Ingi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 árs landsliðið sigraði Frakka í fyrra.  Liðið mætir Frökkum aftur í næstu viku.
U21 árs landsliðið sigraði Frakka í fyrra. Liðið mætir Frökkum aftur í næstu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðs karla, vill sjá reglur til að fækka erlendum leikmönnum í Pepsi-deildinni. Tómas Ingi telur að ungir leikmenn séu að tapa alltof miklum spiltíma á því hversu margir erlendir leikmenn eru í deildinni.

„Ég vil sjá breytingar á einhverjum reglum. Það er orðið alltof mikið af erlendum leikmönnum sem eru að spila á kostnað okkar ungu stráka," sagði Tómas Ingi í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardaginn.

„Ég var að tala við Helga Kolviðs ekki fyrir löngu og hann sagði að í Austurríki eru sjónvarsptekjur meiri ef þú ert að nota marga leikmenn sem eru yngri en 21 árs. Þó að peningarnir séu ekki jafnmiklir hér og erlendis þá finnst mér vert að íhuga það."

Mikil umræða hefur verið um mikinn fjölda erlendra leikmanna í íslenska boltanum í sumar en í úttekt Fótbolta.net í júní kom fram að 126 erlendir leikmenn hefðu komið við sögu í upphafi tímabils. Sá fjöldi hefur aukist eftir júlí gluggann.

„Þessi umræða á mikinn rétt á sér. Ég er brjálaður eins og allir þeir sem eru að vinna með þessa ungu stráka. Mér finnst of mikið um að misgáfulegir útlendingar séu teknir fram yfir þessa stráka. Þjálfararnir velja oft þessa erlendu leikmenn og þegar þeir standast ekki væntingar þá spila þeir samt því að það er verið að henda einhverjum hundrað köllum annars út um gluggann," sagði Tómas Ingi sem telur að erlendu leikmennirnir í Pepsi-deildinni séu ekki nægilega öflugir.

„Mér finnst vera mjög fáir góðir útlendingar í deildinni. Ég vona að menn fari að husga sinn gang til að við drögumst ekki aftur úr með landsliðin okkar."

U21 árs landsliðið er í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni EM en liðið mætir Norður-Írlandi á föstudag áður en það leikur við topplið Frakka í næstu viku. Efsta liðið fer beint áfram á EM en fjögur lið með bestan árangur í 2. sætinu fara í umspil.

Talsverðar breytingar eru á íslenska hópnum frá því í síðustu leikjum en sex leikmenn í hópnum eiga engan leik að baki með U21 árs landsliðinu.

„Menn hafa verið að meiðast og sumir hafa ekki spilað jafnmikið og þegar þeir voru valdir síðast. Það eru nýir sem grípa sénsinn þegar svona er," sagði Tómas.

„Þegar maður er með landsleik þá eru svona miklar breytingar ekki vel þegnar. Þeir strákar sem eru að koma inn hafa staði sig gríðarlega vel og þess vegna völdum við þá."

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Tómas Inga í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner