mán 29. ágúst 2016 21:51
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: SkySports 
Wilshere verður lánaður frá Arsenal
Wilshere að yfirgefa Arsenal
Wilshere að yfirgefa Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur tilkynnt Jack Wilshere að honum sé frjálst að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðvikudag.

Wilshere missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla og hefur Wenger í kjölfarið keypt nýja miðjumenn, fyrst Mohamed Elneny í janúar síðastliðnum og svo Granit Xhaka nú í sumar.

Hinn 24 ára gamli Wilshere er uppalinn hjá Arsenal og hefur alla tíð leikið hjá Lundúnarliðinu, utan við þegar hann var lánaður til Bolton árið 2010.

Wilshere var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Sam Allardyce og sagði stóri Sam að Wilshere þyrfti að spila meira til að eiga möguleika á landsliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner