Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. september 2014 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Crouch skoraði eina markið gegn Newcastle
Peter Crouch skoraði sitt 90. úrvalsdeildarmark. Hann er einn af 33 sem hafa afrekað það.
Peter Crouch skoraði sitt 90. úrvalsdeildarmark. Hann er einn af 33 sem hafa afrekað það.
Mynd: Getty Images
Stoke City 1 - 0 Newcastle United
1-0 Peter Crouch ('15)

Peter Crouch skoraði eina mark leiksins er Stoke City lagði Newcastle United í eina leik kvöldsins í enska boltanum.

Crouch skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Victor Moses snemma í leiknum og það munaði litlu að Marko Arnautovic bætti öðru við fyrir heimamenn þegar hann skaut boltanum í stöngina í síðari hálfleik.

Newcastle komst næst því að jafna leikinn þegar Jack Colback skaut boltanum í slánna úr dauðafæri á lokamínútum leiksins en lokatölur voru 1-0.

Stuðningsmenn Newcastle mættu á völlinn með alskonar borða til að mótmæla Mike Ashley, eiganda félagsins, og Alan Pardew, knattspyrnustjóra þess.

Meðal annars sungu stuðningsmenn liðsins til Stoke: ,,Þið eruð ekkert sérstakir, við töpum í hverri viku," en Newcastle vermir næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sex umferðir.
Athugasemdir
banner
banner