Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. september 2014 11:51
Magnús Már Einarsson
Ingvar verður með í úrslitaleiknum
5 dagar í úrslitaleik FH og Stjörnunnar
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, verður klár í slaginn þegar liðið mætir FH í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardag.

Ingvar fór af velli vegna höfuðmeiðsla gegn Fram í gær en hann segir í samtali við Vísi að hann verði klár fyrir leikinn á laugardag.

„Ég spila úrslitaleikinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af öðru," sagði Ingvar við Vísi.

Ingvar fékk höfuðhögg í upphafi síðari hálfleiks en hann hélt leik áfram í nokkrar mínútur áður en Sveinn Sigurður Jóhannesson leysti hann af hólmi.

„Þetta var í lagi fyrst en svo fór mig að svima svo mikið að ég sá ekki boltann þegar ég tók útspörk. Frikki sjúkraþjálfari sagði mér að vera skynsamur, en láta vita ef mér færi að líða illa. Ég tók því þessa ákvörðun; fannst hún skynsamlegri í þessari stöðu,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner