Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. september 2014 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía - Úrslit: Udinese í þriðja sæti - Djordjevic með þrennu
Di Natale skoraði tvö gegn Parma.
Di Natale skoraði tvö gegn Parma.
Mynd: Getty Images
Filip Djordjevic fagnar hér með samherjum sínum hjá Lazio.
Filip Djordjevic fagnar hér með samherjum sínum hjá Lazio.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru spilaðir í ítölsku deildinni í dag þar sem Antonio Di Natale skoraði tvö er Udinese kom sér í þriðja sæti deildarinnar með sigri á Parma.

Filip Djordjevic skoraði þá þrennu er Lazio lagði Palermo á útivelli og er nú með sex stig eftir fimm umferðir.

Di Natale er kominn með fjögur mörk í fimm leikjum þrátt fyrir að verða 37 ára eftir tvær vikur. Antonio Cassano skoraði fyrir Parma í leiknum og er einnig með fjögur mörk í fimm fyrstu leikjum tímabilsins.

Udinese er með tólf stig en Palermo og Parma eru í fallsætum með þrjú stig.

Udinese 4 - 2 Parma
0-1 José Mauri ('22)
1-1 Antonio Di Natale ('28)
2-1 Antonio Di Natale ('45)
2-2 Antonio Cassano ('45, víti)
3-2 Thomas Heurtaux ('58)
4-2 Cyril Thereau ('84)
Rautt spjald: Afriyie Acquah, Parma ('77)

Palermo 0 - 4 Lazio
0-1 Filip Djordjevic ('45)
0-2 Filip Djordjevic ('75)
0-3 Filip Djordjevic ('83)
0-4 Marco Parolo ('93)
Athugasemdir
banner
banner