mán 29. september 2014 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ólafur Kristjáns og lærisveinar með þriðja sigurinn í röð
Ólafur Helgi er með 19 stig eftir 9 leiki með Nordsjælland. Félagið endaði um miðja deild á síðasta tímabili.
Ólafur Helgi er með 19 stig eftir 9 leiki með Nordsjælland. Félagið endaði um miðja deild á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nordsjælland 2 - 1 Odense
1-0 Martin Vingaard ('35)
1-1 Darko Bodul ('67)
2-1 Uffe Bech ('68)

Lærisveinar Ólafs Helga Kristjánssonar í FC Nordsjælland eru komnir með þrjá sigra í röð eftir að hafa lagt Odense af velli í dag.

Nordsjælland er í öðru sæti dönsku efstu deildarinnar, tveimur stigum frá toppliði FC Midtjylland og tveimur stigum á undan Randers FC.

Martin Vingaard skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Nordsjælland en Darko Bodul jafnaði í síðari hálfleik. Mínútu eftir jöfnunarmark Bodul tryggði Uffe Bech heimamönnum dýrmætan sigur.

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var á bekk Nordsjælland í dag, enda varamarkvörður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner