Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. september 2014 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Mirror 
Olivier Giroud framlengir til 2018
Giroud er leikmaður Arsenal næstu fjögur árin.
Giroud er leikmaður Arsenal næstu fjögur árin.
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud er búinn að skrifa undir nýjan samning við Arsenal sem heldur honum samningsbundnum til 2018.

Giroud er 27 ára gamall og er meiddur út árið eftir að hann sköflungsbrotnaði í 2-2 jafntefli gegn Everton.

Talið er að Giroud fái um 80 þúsund pund í vikulaun og mun hann berjast við Danny Welbeck um framherjastöðu liðsins.

Arsenal mun staðfesta samninginn á næstu vikum samkvæmt The Mirror.
Athugasemdir
banner