Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. september 2014 21:27
Ívan Guðjón Baldursson
Pardew: Við getum ekki haldið áfram að tapa
Alan Pardew er ekki sá ánægðasti þessa dagana.
Alan Pardew er ekki sá ánægðasti þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew hefur legið undir stöðugri gagnrýni á tímabilinu og er Newcastle með þrjú stig eftir sex umferðir.

Í dag tapaði liðið fyrir Stoke City og á tímapunkti sungu allir á leikvanginum ,,Pardew verður atvinnulaus í fyrramálið."

,,Ég vil ekki tapa og það vill hann (Mike Ashley, eigandi Newcastle) ekki heldur," sagði Pardew eftir tapið.

,,Ég er hér til að leiða liðið til sigurs. Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður en ég er knattspyrnustjóri, það er mitt starf.

,,Leikurinn var tæpur en þetta er enn eitt tapið. Við getum ekki haldið áfram að tapa, við ætlum að laga það.

,,Þetta er búið að vera vandamálið okkar á tímabilinu. Okkur vantar aðeins meiri gæði. Okkur gekk betur þegar við nýttum vídd vallarins meira og ég gæti gert breytingar á byrjunarliðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner