Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 29. september 2014 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Simon Mignolet: Pressan er í Írak
Simon Mignolet hefur fengið 9 mörk á sig í 6 fyrstu deildarleikjum tímabilsins.
Simon Mignolet hefur fengið 9 mörk á sig í 6 fyrstu deildarleikjum tímabilsins.
Mynd: Getty Images
Simon Mignolet hefur verið gagnrýndur af stuðningsmönnum Liverpool fyrir að hafa aðeins haldið einu sinni hreinu í átta leikjum.

Um helgina gerði Liverpool jafntefli við Everton þar sem markvörðurinn var gagnrýndur í sjónvarpinu fyrir að verja ekki seint jöfnunarmark Phil Jagielka.

,,Eina pressan sem ég finn er sú sem ég set á sjálfan mig," sagði Mignolet aðspurður um hvort pressan væri að stíga honum til höfuðs.

,,Hvaða er pressa? Pressa er það sem er að gerast í Írak þessa stundina þar sem ríkir stríðsástand. Það er pressa.

,,Við erum allir knattspyrnumenn og við erum hér til að gera okkar besta. Ég get bara gert mitt besta, lagt mikið á mig og verið jákvæður og trúað á sjálfan mig."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner