Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 29. september 2014 18:58
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Guðlaugur Victor með mikilvægt sigurmark
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði sigurmark Helsingborgar.
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði sigurmark Helsingborgar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kristinn Steindórsson er byrjunarliðsmaður hjá Halmstad.
Kristinn Steindórsson er byrjunarliðsmaður hjá Halmstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikið af Íslendingum í sænsku deildinni þetta tímabilið og voru nokkrir þeirra að ljúka leik rétt í þessu.

Í efstu deild skoraði Guðlaugur Victor Pálsson mikilvægt sigurmark Helsingborgar gegn Atvidabergs. Félagið, sem var í fallbaráttu fyrir nokkrum vikum, er svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni eftir að hafa fengið 10 stig úr síðustu 4 umferðum. Arnór Smárason er einnig leikmaður Helsingborg og kom hann inná undir lok leiksins í dag.

Halmstad er þá einnig nánast komið úr fallhættu eftir góðan útisigur á botnliði Brommapojkarna. Guðjón Baldvinsson lék fyrsta klukkutíma leiksins og Kristinn Steindórsson var inná allan leikinn.

Hjálmar Jónsson var þá allan tímann á bekknum hjá Göteborg sem lagði Djurgården í toppbaráttunni. Skúli Jón Friðgeirsson lék þá allan leikinn í liði Gefle sem tapaði fyrir Örebro á heimavelli og er í bullandi fallbaráttu ásamt Falkenbergs og Norrköping á lokakafla tímabilsins.

Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson léku allan leikinn í sigri Sundsvall á Husqvarna í fyrstu deildinni. Sundsvall er í toppbaráttunni þar, einu stigi frá toppliði Ljungskile.

Efsta deild:
Atvidabergs 1 - 2 Helsingborg
0-1 David Accam ('23, víti)
1-1 Tom Pettersson ('37)
1-2 Guðlaugur Victor Pálsson ('67)

Brommapojkarna 0 - 3 Halmstad
0-1 Marcus Antonsson ('5)
0-2 Johan Blomberg ('11)
0-3 Viktor Ljung ('37)

Gefle 1 - 2 Örebro
1-0 Jonas Lantto ('44)
1-1 Alhassan Kamara ('59)
1-2 Marcus Pode ('61)

Göteborg 2 - 1 Djurgården
1-0 Lasse Vibe ('7)
2-0 Martin Smedberg ('60)
2-1 Sebastian Andersson ('77)

Fyrsta deild:
Sundsvall 2 - 1 Husqvarna
1-0 Pa Dibba ('44)
2-0 Johan Eklund ('55)
2-1 Mattias Mete ('87)
Athugasemdir
banner
banner