mán 29. september 2014 13:15
Elvar Geir Magnússon
Viðar M. Þorsteinsson fékk heiðursverðlaun Fótbolta.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðursverðlaun Fótbolta.net voru afhent í fyrsta sinn á föstudagskvöld en þau verða hér eftir afhent árlega. Þar er fólk verðlaunað fyrir framlag þeirra til íslenska boltans.

Viðar M. Þorsteinsson fékk fyrstur þessi heiðursverðlaun sem voru afhent á Fellini í Egilshöll þar sem lokahóf 1. og 2. deildarinnar fór fram.

Viðar er ein aðalsprautan á bak við SportTv sem sýndi fjölmarga leiki í 1. deild karla og Pepsi-deild kvenna í beinni í sumar.

Hann á stóran þátt í að rífa umfjöllun um deildirnar á annað plan. Hann er vel að verðlaununum kominn fyrir þann gríðarlega metnað og áhuga sem hann hefur sýnt í að sjónvarpað sér frá deildinni.

Sjá einnig:
Lið ársins og bestu menn í 1. deild 2014
Lið ársins og bestu menn í 2. deild 2014

Athugasemdir
banner
banner
banner