Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 29. september 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Aðstoðarstjóri Barnsley rekinn eftir að hafa þegið pening
Tommy Wright.
Tommy Wright.
Mynd: Getty Images
Barnsley hefur rekið aðstoðarstjórann Tommy Wright eftir frétt Daily Telegraph í gær.


Rannsóknarblaðamenn frá Daily Telegraph birtu í gær grein um að Wright hefði þegið pening og í staðinn lofað að Barnsley myndi kaupa leikmenn í gegnum fyrirtæki í Austurlöndum fjær.

Blaðamenn Daily Telegraph sátu fund með Wright og þóttust vera frá fyrirtæki sem væri með leikmenn á sínum snærum. Fyrirtækið er hins vegar ekki til.

Wright tók við umslagi með 5000 pundum (744 þúsund krónur) í og í staðinn ætlaði hann að láta Barnsley kaupa leikmenn í gegnum fyrirtækið.

Fundurinn átti sér stað í síðasta mánuði en Telegraph birti grein og myndband af atvikinu í gærkvöldi. Barnsley setti Wright í tímabundið bann í gær og í dag var hann rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner