Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. september 2016 15:37
Magnús Már Einarsson
Alan Lowing og Túfa framlengja við Víking R.
Vladimir Tufegdzic.
Vladimir Tufegdzic.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Alan Lowing og Vladimir Tufgedzic hafa báðir framlengt samninga sína við Víking R. út árið 2018.

„Þetta er stór liður í áframhaldandi uppbyggingu knattspyrnunnar í Fossvogi og ríkir mikil ánægja meðal Víkinga með framlag þeirra til félagsins," segir í tilkynningu frá Víkingi.

Alan Lowing hefur leikið samfleytt á Íslandi í sex ár, fyrst með Fram en síðustu þrjá leiktíðir með Víking. Hann hefur leikið alls 128 leiki í deild og bikar á þessum árum.

Vladimir “Tufa” Tufgedzic kom til Víkinga um mitt sumar í fyrra frá Serbíu. Hann hefur leikið 28 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 9 mörk.

Báðir leikmennirnir hafa verið í lykilhlutverki hjá Víkingi á þessu tímabili en liðið er í 8. sæti í Pepsi-deildinni fyrir lokaumferðina um helgina.
Athugasemdir
banner
banner