fim 29. september 2016 08:50
Elvar Geir Magnússon
Enska sambandið vill Wenger - Morata til Englands?
Powerade
Landsliðsþjálfari Englands?
Landsliðsþjálfari Englands?
Mynd: Getty Images
Jesper Karlsson er orðaður við Man Utd.
Jesper Karlsson er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Vangaveltur um næsta landsliðsþjálfara Englands halda áfram að vera áberandi í ensku slúðurblöðunum.

Enska knattspyrnusambandið mun reyna að fá Arsene Wenger (66), stjóra Arsenal, til að verða næsti landsliðsþjálfari Englands. (Evening Standard)

Arsenal ætlar að gera allt til að halda Wenger og mun bjóða honum nýjan tveggja ára samning til að fæla frá áhuga enska sambandsins. (Daily Mirror)

Gareth Southgate (46) vill verða landsliðsþjálfari Englands til frambúðar. Þessi fyrrum stjóri Middlesbrough stýrir liðinu til bráðabirgða næstu fjóra leiki og lítur á leikina sem möguleika til að halda starfinu. (The Times)

Owen Hargreaves, fyrrum miðjumaður Englands, segir að leikmenn muni bæta sig undir stjórn Eddie Howe (38), stjóra Bournemouth, verði hann ráðinn landsliðsþjálfari. (BT Sport)

Arsenal og Celsea eru tilbúin að bjóða í Alvaro Morata (23), sóknarmann Real Madrid, ef leikmaðurinn biður um að fá að yfirgefa Bernabeu. (Don Balon)

Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil (27) hjá Arsenal vonast til að geta snúið aftur til Real Madrid. Hann er mikill aðdáandi Zinedine Zidane, þjálfara Real. (Bild)

Sænski sóknarmaðurinn Jesper Karlsson (18) sem spilar fyrir Falkenberg í Svíþjóð segir það skemmtilegt að vera orðaður við Manchester United. (Aftonbladet)

Manchester United hefur fengið brasilískan strák, Matheus Marcosi (16), til sín á reynslu. Strákurinn getur spilað sem varnar- og miðjumaður og er hjá Desportivo Brasil. (Daily Mail)

Ezri Konsa (18), varnarmaður Charlton, er á óskalistum enskra úrvalsdeildarfélaga þegar janúarglugginn er eftir þrjá mánuði. (Daily Mirror)

Chelsea íhugar að kaupa Thorgan Hazard (23), bróðir Eden Hazard, aftur til félagsins. Chelsea er með klásúlu sem rennur út um áramótin um að geta keypt hann til baka frá Borussia Mönchengladbach. Thorgan hefur leikið vel fyrir Gladbach og skoraði gegn Barcelona í gær. (101 Greatgoals)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, náði aðeins að kaupa einn leikmann af óskalista sínum fyrir tímabilið. Miklar breytingar eru í vændum næsta sumar. Nemanja Matic, Oscar, Branislav Ivanovic og Gary Cahill munu fara ásamt því að Cesc Fàbregas er til sölu fyrir rétta upphæð. (Times)

Charles N'Zogbia (30), fyrrum miðjumaður Newcastle og Aston Villa, gæti lagt skóna á hilluna vegna hjartavandamála. (L'Equipe)

Derby County vill fá Gary Rowett (42), fyrrum leikmann félagsins, til að taka við sem knattspyrnustjóri. Nigel Pearson núverandi stjóri er í banni. (Sun)

Son Heung-min (24), framherji Tottenham, íhugaði að yfirgefa félagið í sumar þar sem hann átti erfitt með að festa sig í sessi. Hann hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner