fim 29. september 2016 16:34
Elvar Geir Magnússon
Fjórði Ólsarinn dæmdur í bann fyrir laugardaginn
Pontus Nordenberg.
Pontus Nordenberg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það stefnir í að Víkingur Ólafsvík verði með fjóra leikmenn í banni þegar liðið mætir Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn. Ólafsvíkurliðið er í fallhættu fyrir umderðina en Stjarnan í Evrópubaráttu.

Jónas Gestur Jónasson, formaður Ólsara, staðfesti við mbl.is að aganefnd KSÍ hefði dæmt bakvörðinn Pontus Nordenberg í eins leiks bann.

Pontus lét stór orð falla inni á vellinum eftir 2-1 tap gegn Fylki í fallbaráttuslag. Í Pepsi-mörkunum var sýnd upptaka frá myndatökumanni sem fór inn á völlinn eftir lokaflaut.

„Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum. Guð minn góður. Þú hlýtur að sjá þetta,“ sagði Pontus í myndavélina og benti á Fylkismenn sem voru að fagna sigrinum. Ólsarar voru mjög óánægðir með Pétur Guðmundsson dómara leiksins.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði þessum ásökunum leikmannsins um að dómarinn hefði tekið við mútum til aganefndar sem dæmdi hann í banni.

„Við erum bún­ir að áfrýja þess­um úr­sk­urði til KSÍ og við von­umst eft­ir því að niðurstaða fá­ist á morg­un," sagði Jón­as Gest­ur við mbl.is.

Eg­ill Jóns­son, Pape Mama­dou Faye og Tom­asz Luba verða allir í banni gegn Stjörnunni svo lærisveinar Ejub Purisevic verða vængbrotnir í Garðabæ.

Vík­ing­ar eru í harðri bar­áttu um að halda sæti sínu í deild­inni en Stjarn­an er í slagn­um um að vinna sér sæti í Evr­ópu­keppn­inni.

Sjá einnig:
Lokaumferð Pepsi-deildarinnar: Hvað getur gerst?

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner