Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. september 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp segir sínum mönnum að fara varlega á Snapchat
Klopp að senda snapp.
Klopp að senda snapp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sagt öllum leikmannahópi sínum að hann gerir þær kröfur á menn að þeir séu faglegir á Snapchat og öðrum samskiptamiðlum.

Mamadou Sakho lýsti yfir óánægju sinni á Snapchat með að fá ekki að sýna sig og sanna með U23-liði Liverpool en hann hefur verið úti í kuldanum hjá félaginu eftir að hafa lent upp á kanti við Klopp.

Sakho spilaði svo óvænt með U23 liðinu í gær eins og við höfum greint frá.

Klopp var spurður að því hvort Sakho þyrfti að leggja mikið á sig og hafa hljótt um sig í fjölmiðlum til að bjarga ferli sínum hjá Liverpool?

„Það er eitthvað sem gildir ekki bara um Mamadou Sakho, þetta eru reglur fyrir alla leikmenn. Legðu þig fram og gerðu þitt besta. Þessir hlutir eru að baki og við höldum áfram. Það er ekkert meira að segja," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner