Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 29. september 2016 19:16
Aron Elvar Finnsson
Lárus Orri: Tilfinningin er góð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er fín. Ég hlakka til að takast á við þetta en ég veit að þetta verður erfitt. Ég veit hvernig svona starf er og þetta er krefjandi. En tilfinningin er góð,” sagði Lárus Orri Sigurðsson nýráðinn þjálfari karlaliðs Þórs. Lárus skrifaði undir þriggja ára samning nú í kvöld en Kristján Örn, bróðir hans, verður spilandi aðstoðarþjálfari.

Lárus Orri hefur þjálfað Þór áður en hann hætti síðast með liðið árið 2010. Hann segir ákvörðunina um að snúa aftur ekki hafa verið erfiða.
„Nei það var það í rauninni ekki. Þegar maður skoðaði allt saman gaumgæfilega var ákvörðunin ekki erfið. Það eru kostir og gallar við það að koma aftur í félag og maður verður bara að nýta sér þá kosti og vara sig á göllunum. En sérstaklega eftir að Krissi(Kristján Örn) var klár í þetta með mér, þá var þetta aldrei spurning.”

Eins og áður kom fram verður Kristján Örn Sigurðsson spilandi aðstoðarþjálfari, en hann var búinn að leggja skóna á hilluna. Hann ákvað þó að slá til þegar tilboðið barst.
„Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig, og fyrir Þór. Síðan að Krissi hætti að spila þá er hann búinn að halda sér mjög fit þannig ég bara hlakka til að vinna með honum sem þjálfara og sem leikmanni,” bætti Lárus Orri við.

Þórsarar hafa lagt mikið upp úr því að byggja upp lið á heimastrákum og segir Lárus að engin breyting verði á því.
„Við ætlum bara að halda áfram með það sem er búið að vera að gera undanfarin ár. Við komum til með að líta í yngri flokkana og ungu strákana sem eru hérna. Þeim verður gefinn allur sá möguleiki sem fyrir hendi er og það er bara undir þeim komið að standa sig og taka þann möguleika.”

Nánar er rætt við Lárus Orra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner