Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. september 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Mamadou Sakho spilaði fyrsta leik sinn síðan í apríl
Mynd: Getty Images
Mamadou Sakho spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool síðan í apríl þegar hann lék með U23 ára liði félagsins í 2-1 tapi gegn Wolfsburg í gær.

Sakho var dæmdur í tímabundið leikbann af UEFA í apríl eftir að talið var að hann hefði fallið á lyfjaprófi.

Sakho var sýknaður af öllum ásökunum í sumar en þá lenti honum upp á kant við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

Frakkinn var meðal annars sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum.

Um helgina kvartaði Sakho yfir því á Snapchat að hann fengi ekki tækifæri til að sýna sig með U23 ára liði Liverpool.

Klopp virðist hafa ákveðið að svara beiðni Sakho því hann spilaði leikinn í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner