Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. september 2016 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Southgate: Mikill heiður að þjálfa landsliðið
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate segir það vera mikinn heiður að taka við enska landsliðinu þrátt fyrir vafasamar kringumstæður.

Southgate tekur við starfinu tímabundið eftir að Sam Allardyce hætti í vikunni en mikið hefur verið rætt og ritað um klúður Allardyce.

Næstu fjórir leikir liðsins verða undir stjórn Southgate og er hann mjög spenntur að fá þetta tækifæri.

„Ég var mjög stoltur að spila meira en 50 leiki fyrir landið mitt ásamt því að hafa verið fyrirliði. Það að þjálfa England er gríðarlega mikill heiður fyrir mig."

„Þetta eru erfiðar kringumstæður þar sem ég er búinn að missa tvo menn á stuttum tíma, tvo menn sem hjálpuðu mér mikið og ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni," sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner