banner
   fim 29. september 2016 21:25
Jóhann Ingi Hafþórsson
Zlatan: Getum gert svo mikið meira
Zlatan með Rooney eftir leik.
Zlatan með Rooney eftir leik.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ekki léttur leikur en við spiluðum vel, sköpuðum færi en það var svolítið dæmigert að eftir því sem leið á leikinn var erfiðara að skora. Við unnum hins vegar og það er það sem skiptir máli, sérstaklega eftir tapið gegn Feyenoord," sagði Zlatan Ibrahimovic eftir 1-0 sigur Manchester United á Zorya í Evrópudeildinni í dag.

Zlatan skoraði eina mark leiksins og var hann ánægður með sigurinn þó hann viti að United geti spilað betur.

„Við verðum að vinna leiki til að fara áfram og við gerðum það. Við hefðum getað gert mikið meira í dag og ég býst við meiru af liðinu. Við spiluðum ekki eins og gegn Leicester en það er gott fyrir sjálfstraustið að vinna," sagði Zlatan.

United og Feyenoord eru jöfn í 2-3. sæti riðilsins en Fenerbache, sem vann Feyenoord í dag, er á toppinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner