Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 29. september 2017 20:36
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu leikmenn í 1. deild kvenna 2017
Best í 1. deild 2017 - Magdalena Anna Reimus
Best í 1. deild 2017 - Magdalena Anna Reimus
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Efnilegust í 1. deild 2017 - Karólína Jack
Efnilegust í 1. deild 2017 - Karólína Jack
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besti þjálfarinn í 1. deild 2017 - Jóhannes Karl Sigursteinsson
Besti þjálfarinn í 1. deild 2017 - Jóhannes Karl Sigursteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá lokaumferð 1. deildar. Margrét Sif og Alexis eru báðar í úrvalsliði 1. deildar.
Frá lokaumferð 1. deildar. Margrét Sif og Alexis eru báðar í úrvalsliði 1. deildar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ólafsdóttir átti gott tímabil í hjarta varnarinnar hjá Þrótti sem endaði í 3. sæti
Diljá Ólafsdóttir átti gott tímabil í hjarta varnarinnar hjá Þrótti sem endaði í 3. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Í kvöld var lið ársins í 1. deild kvenna opinberað í Petersen svítunni í gamla bíó. Fótbolti.net fylgdist vel með 1.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2017:
Björk Björnsdóttir – HK/Víkingur

Anna María Friðgeirdóttir – Selfoss
Diljá Ólafsdóttir - Þróttur
Alexis C. Rossi – Selfoss
Gígja Valgerður Harðardóttir – HK/Víkingur

Kristrún Rut Antonsdóttir – Selfoss
Eva Banton – Tindastóll og Þróttur
Margrét Sif Magnúsdóttir – HK/Víkingur

Magdalena Anna Reimus – Selfoss
Chestley Strother - Sindri
Phoenetia Browne - Sindri



Varamannabekkur:
Sara Susanne Small - Sindri
Michaela Mansfield - Þróttur
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir – Keflavík
Karólína Jack – HK/Víkingur
Aníta Lind Daníelsdóttir – Keflavík
Barbára Sól Gísladóttir – Selfoss
Gabriela Jónsdóttir - Þróttur

Aðrar sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Agnes Þóra Árnadóttir (Þróttur), Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur Ólafsvík), Lauren Watson (Keflavík), Chante Sandiford (Selfoss), Helena Jónsdóttir (Hamrarnir), Ana Lucia Dos Santos (Tindastóll).
Varnarmenn: Shameeka Fishley (Sindri), Mykailin Rosenquist (ÍR), Mary Essiful (Víkingur Ólafsvík), Elva Marý Baldursdóttir (Hamrarnir), Margrét Eva Sigurðardóttir (HK/Víkingur), Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur), Maggý Lárentsínusdóttir (HK/Víkingur), Hulda Margrét Brynjarsdóttir (ÍA), Janet Egyr (Víkingur Ólafsvík).
Miðjumenn: Andrea Magnúsdóttir (ÍR), Milena Pesic (HK/Víkingur), Ísafold Þórhallsdóttir (HK/Víkingur), Ísabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur), Magðalena Ólafsdóttir (Hamrarnir), Sierra Marie Lelii (Þróttur), Heba Björg Þórhallsdóttir (ÍR), Fehima Líf Purisevic (Víkingur Ólafsvík), Hrafnhildur Björnsdóttir (Tindastóll), Katla María Þórðardóttir (Keflavík), Laufey Elísa Hlynsdóttir (HK/Víkingur).
Sóknarmenn: Maren Leósdóttir (ÍA), Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík), Madison Cannon (Tindastóll), Andrea Dögg Kjartansdóttir (Hamrarnir), Sandra Dögg Bjarnadóttir (ÍR), Bergdís Fanney Einarsdóttir (ÍA), Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss).




Þjálfari ársins: Jóhannes Karl Sigursteinsson – HK/Víkingur
Jóhannes Karl var að klára annað tímabil sitt sem þjálfari HK/Víkings. Undir hans stórn varð liðið Íslandsmeistari í 1. deild. Nældi sér í 39 stig og efsta sæti deildarinnar.
Önnur sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Alfreð Elías Jóhannsson (Selfoss), Karen Nóadóttir (Hamrarnir), Ingvi Ingvason (Sindri), Gunnar Magnús Jónsson (Keflavík), Nik Chamberlain (Þróttur), Helena Ólafsdóttir (ÍA).

Leikmaður ársins: Magdalena Anna Reimus - Selfoss
Magdalena er uppalin hjá Hetti en gekk til liðs við Selfoss fyrir sumarið 2015. Hún hefur síðan verið í stóru hlutverki hjá liðinu og félög úr efstu deild horfðu til hennar hýru auga eftir að Selfoss féll úr Pepsi-deildinni síðastliðið haust. Magdalena hélt trausti við liðið sitt og átti frábært tímabil í 1. deildinni. Spilaði alla 18 leiki Selfoss og skoraði í þeim 10 mörk. Er nú á leið með Selfoss í Pepsi-deildina á ný eftir árs fjarveru.
Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur), Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss), Milena Pesic (HK/Víkingur), Eva Banton (Tindastóll/Þróttur), Phoenetia Browne (Sindri), Diljá Ólafsdóttir (Þróttur), Michaela Mansfield (Þróttur), Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur).

Efnilegust: Karólína Jack – HK/Víkingur
Hin 17 ára gamla Karólína Jack sló í gegn á sínu fyrsta heila tímabili með meistaraflokki. Hún tók þátt í 16 deildarleikjum í sumar. Skoraði í þeim 7 mörk og lagði upp þónokkur hjá öflugu liði HK/Víkings sem sigraði 1. Deildina. Karólína er alin upp Víkingsmegin í samstarfinu og hefur verið áberandi í yngri flokkum og yngri landsliðum og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.
Aðrar sem fengu atkvæði sem efnilegust: Aníta Lind Daníelsdóttir (Keflavík), Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss), Ísafold Þórhallsdóttir (HK/Víkingur), Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík), Vigdís Edda Friðriksdóttir (Tindastóll), Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur Ólafsvík), Bergdís Fanney Einarsdóttir (ÍA).


Ýmsir molar:
- Þrátt fyrir að sjö þjálfarar hafi verið tilnefndir sem þjálfarar ársins hlaut Jóhannes Karl yfirburðakosningu.

- Tíu leikmenn HK/Víkings fengu atkvæði í kjörinu en þrjár þeirra eru í liði ársins.

- Sjö leikmenn Selfoss fengu atvæði í kjörinu en fjórar þeirra eru í liði ársins.

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði að þessu sinni.

- Bæði HK/Víkingur og Keflavík eiga tvo leikmenn sem tilnefndir voru til efnilegasta leikmanns.

- Þrátt fyrir fall þá fengu fjórir leikmenn úr Víkingi Ólafsvík atkvæði.

- Fjórir erlendir leikmenn eru í byrjunarliði og tveir á bekknum í liði ársins. Allar þeirra voru að spila sitt fyrsta tímabil á Íslandi.

- Sindri endaði í 7. sæti en á tvo markahæstu leikmenn deildarinnar. Þær Phoenetia Browne sem skoraði 10 mörk og Chestley Strother sem varð markahæst með 11 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner