Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. október 2014 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Alan Pardew: Það gekk allt upp
Alan Pardew og Manuel Pellegrini
Alan Pardew og Manuel Pellegrini
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle United á Englandi, var auðvitað í skýjunum með 0-2 sigur liðsins á Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld en liðið er nú komið í 8-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Tottenham Hotspur.

Rolando Aarons kom gestunum yfir áður en Moussa Sissoko bætti við öðru undir lok leiksins.

Newcastle hefur ekki gengið vel á tímabilinu og hefur Newcastle og Pardew mátt þola mikla gagnrýni en hann gat þó fagnað í kvöld.

,,Þetta var mögnuð frammistaða hjá Newcastle í kvöld. Það gekk allt upp sem við vildum að myndi ganga upp í kvöld og við ógnuðum þeim sífellt frá fyrstu mínútu," sagði Pardew.

,,Ég veit hvað ég er að gera. Ég hef verið gagnrýndur fyrir það að einbeita mér ekki að bikarkeppnununum en ég held að við höfum verið óheppnir í þeim," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner