Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. október 2014 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Hólmbert skoraði - Ögmundur hélt hreinu í sigri
Mynd: Getty Images
Þrír íslenskir leikmenn voru á ferðinni í danska bikarnum í kvöld en einn þeirra skoraði laglegt mark

Bröndby sigraði Fremad Amager með þremur mörkum gegn einu á útivelli. Hólmbert Aron Friðjónsson kom sér á blað og skoraði þriðja mark Bröndby en hann er á láni frá skoska stórveldinu Glasgow Celtic.

Hólmbert byrjaði á bekknum en kom inná á 60. mínútu. Hann skoraði markið einungis tíu mínútum síðar.

Ögmundur Kristinsson hélt þá hreinu annan leikinn í röð með Randers í Danmörku en liðið sigraði Lynby með tveimur mörkum gegn engu.

Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópnum hjá Randers en hann var valinn í lið mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Kjartan Henry Finnbogason kom inná sem varamaður í 7-0 tapi gegn Esbjerg en hann lék síðasta hálftímann. Staðan var 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik gengu gestirnir á lagið og skoruðu fimm til viðbótar.
Athugasemdir
banner
banner