Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. október 2014 17:29
Magnús Már Einarsson
Fyrirliði Hauka á förum
Hilmar Trausti Arnarsson.
Hilmar Trausti Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Trausti Arnarsson, fyrirliði Hauka, hefur ákveðið að róa á önnur mið eftir að hafa leikið með liðinu nánast allan sinn feril.

Hilmar Trausti er 28 ára gamall vinstri bakvörður og miðjumaður en hann hefur leikið alla tíð með Haukum fyrir utan 2007 þegar hann var hjá Leikni.

,,Í stuttu máli þá tel ég þetta vera réttan tímapunkt fyrir mig til þess að prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir," sagði Hilmar Trausti við Fótbolta.net í dag.

,,Ég fer frá Haukum, þar sem ég hef verið nánast allan minn feril, í mjög góðu og átti gott spjall við formanninn í gær þar sem ég tjáði honum að hugur minn leitaði annað."

,,Stefnan seinustu ár hefur ávallt verið sú að koma liðinu aftur upp í Pepsi-deildina en það hefur því miður ekki tekist. Ég tel mig hafa lagt allt mitt af mörkum og get gengið stoltur frá borði."


Hilmar Trausti segist ekki ennþá hafa byrjað viðræður við önnur félög af krafti. ,,Ég hef rætt óformlega við félög en tjáði þeim strax að ég vildi ræða fyrst við Haukana áður en það færi eitthvað lengra. Nú er það hins vegar komið á hreint að ég verð ekki áfram í Haukum og þá er aldrei að vita nema einhver félög hafi samband," sagði Hilmar.
Athugasemdir
banner