Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. október 2014 16:22
Magnús Már Einarsson
Ólafur Páll Snorrason í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Páll Snorrason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis en hann mun einnig spila með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Ólafur Páll er uppalinn Fjölnismaður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Kristófer Skúli Sigurgeirsson er hættur sem aðstoðarþjálfari Fjölnir og tók við sem aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar hjá Breiðabliki nýlega.

Ágúst Gylfason verður áfram aðalþjálfari Grafarvogsliðsins en Ólafur Páll sem er uppalinn Fjölnismaður verður honum til aðstoðar. Ólafur Páll lék síðast með liðinu 2008.

Hann hefur undanfarin tvö ár verið með fyrirliðabandið hjá FH og í lykilhlutverki hjá liðinu þar sem hann hefur lagt ófá mörkin upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner