mið 29. október 2014 17:45
Magnús Már Einarsson
Poyet hendir Vito Mannone líklega á bekkinn
Vito Mannone hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Vito Mannone hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Mynd: Getty Images
Gus Poyet, stjóri Sunderland, hefur gefið í skyn að hann muni setja markvörðinn Vito Mannone á bekkinn gegn Crystal Palace á mánudag.

Hinn 26 ára gamli Mannone hefur verið í ruglinu í síðustu tveimur leikjum gegn Southampton og Arsenal en hann hefur meðal annars gefið á mótherja sem hefur skorað í autt markið í báðum þessum leikjum.

Costel Pantilimon mun líklega koma inn í markið á mánudag en hann kom til Sunderland frá Manchester City í sumar.

,,Vanalega skipti ég ekki um markvörð eftir einn slæman leik," sagði Poyet.

,,Stundum þarf samt að taka mistökunum hvort sem það er hjá markverði, stjóra eða leikmanni númer níu. Ef hann á tvo slæma leiki þá byrjar þetta að vera vandamál."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner