banner
   lau 29. nóvember 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City að gefast upp á Isco - Ánægður hjá Real Madrid
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er að gefast upp á spænska miðjumanninum, Isco, sem leikur með Real Madrid en Marca greinir frá þessu í dag.

Isco lék undir stjórn Manuel Pellegrini hjá Malaga áður en miðjumaðurinn ungi ákvað að fara til Real Madrid.

Spánverjinn hefur spilað mikið í stjörnuliði Real Madrid á þessari leiktíð og er nú sagður ánægður hjá liðinu en talið var eftir komu James Rodriguez að Isco myndi yfirgefa félagið.

Hann hefur spilað 18 leiki á þessari leiktíð, þar af byrjað 10. Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, telur Isco því mikilvægan liðinu og því ljóst að Man City er að gefast upp á að reyna að fá þennan magnaða miðjumann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner