Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. nóvember 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho um Ballon d'Or: Þetta er slæmt fyrir fótboltann
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea á Englandi, segir verðlaunin um besta leikmann heims vera slæm fyrir fótboltann.

Michel Platini, forseti UEFA, sagði í vikunni að einhver úr þýska landsliðinu ætti skilið að vinna verðlaunin sem besti leikmaður heims þar sem liðið varð heimsmeistari í Brasilíu í sumar.

Spænska stórliðið Real Madrid gagnrýndi Platini fyrir ummælin en félagið er á þeirri skoðun að Cristiano Ronaldo eigi það skilið að vera krýndur besti leikmaður heims í janúar.

Mourinho segir að verðlaunin hafi slæm áhrif á fótboltann og að þetta hafi ekkert gott í för með sér.

,,Þessi verðlaun, Ballon d'Or, eru ekki góð fyrir fótboltann. Þetta er ástæðan fyrir því að mér er sama um þessi verðlaun," sagði Mourinho.

,,Þetta lítur oft út eins og við séum að leita að stjörnu. Við erum að leita að fólki sem á að vera mikilvægara en annað fólk. Ég vil ekki að þessi menning verði til í mínu félagi," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner