sun 29. nóvember 2015 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bilic: Vorum frábærir þangað til við fengum markið á okkur
Slaven Bilic
Slaven Bilic
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, stjóri West Ham var svekktur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn West Brom í dag.

BIlic taldi sitt lið hafa gert nóg í fyrri hálfleik til að klára leikinn, en West Ham gekk illa að klára færin sín.

"Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og ég var ánægður í hálfleik, en við hefðum þó átt að vera búnir að skora fleiri mörk," sagði Bilic eftir leik.

"Þetta var erfiður leikur, en heimaleikir snúast mikið um sjálfstraust. Þannig var það í dag, en við vorum frábærir þangað til við fengum markið á okkur."

Mauro Zarate skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu og kom West Ham yfir í leiknum, en Bilic var ánægður með markið hjá Zarate.

"Hann (Zarate) hefur verið að æfa þessar aukaspyrnur og yfirleitt þegar boltinn fer yfir vegginn eins og hann vill að hann geri, þá er erfitt að stöðva það."
Athugasemdir
banner
banner
banner