Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. nóvember 2015 11:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Spurs og Chelsea: Hazard spilar sem fölsk nía
Mynd: Getty Images
Risaslagur fer að hefjast í enska boltanum þegar Tottenham Hotspur tekur á móti Chelsea í höfuðborgarslag.

Diego Costa er ekki í byrjunarliði Englandsmeistaranna og mun Eden Hazard spila sem fremsti maður og vera í stöðu falskrar níu, sem er ekki ólíkt því hvernig Spánn og Barcelona hafa stundum spilað á síðustu árum.

Pedro tekur stað Hazard í byrjunarliðinu en Brasilíumennirnir Willian og Oscar byrja einnig ásamt Nemanja Matic og Cesc Fabregas sem hafa ekki átt gott tímabil, ekkert frekar en liðið sjálft sem situr í fimmtánda sæti deildarinnar.

Harry Kane er fremsti maður heimamanna í dag og er hann með gífurlega öfluga leikmenn sér til aðstoðar, þá Moussa Dembele, Christian Eriksen og Heung-Min Son.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og ljóst er að Tottenham getur komist yfir Arsenal og í fjórða sæti deildarinnar með sigri. Arsenal á þó leik til góða gegn Norwich síðar í dag.

Tottenham: Lloris; Walker, Alderweireld, Vertonghen, Rose; Dier, Mason; Dembele, Eriksen, Son; Kane

Chelsea: Begovic; Ivanovic, Zouma, Cahill, Azpilicueta; Fabregas, Matic; Willian, Oscar, Pedro; Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner