Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. nóvember 2015 16:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Kjartan Henry skoraði í tapi gegn Næstved
Kjartan Henry skoraði fyrir Horsens í dag
Kjartan Henry skoraði fyrir Horsens í dag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Horsens 1-3 Næstved
1-0 Kjartan Henry Finnbogason ('43 )
1-1 Kevin Timm ('58 )
1-2 Stefan Nygaard ('62 )
1-3 Mikkel Nielsen ('64 )

Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt áttunda mark á tímabilinu þegar Horsens tók á móti Næstved í dönsku 1. deildinni í dag.

Kjartan Henry kom Horsens yfir með marki á markamínútunni miklu. 43. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir Horsens.

Í seinni hálfleik hrundi hins vegar allt á skömmum tíma fyrir Horsens, en Næstved setti þrjú mörk með sex mínútna millibili um miðjan seinni hálfleikinn.

Lokaniðurstaðan því 3-1 fyrir Næstved, en þetta eru mikil vonbrigðarúrslit fyrir Horsens, sem er með 31 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir tapið.
Athugasemdir
banner
banner