Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2015 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Drogba útilokar að fara á láni í ensku úrvalsdeildina
Drogba er ekki á leið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik
Drogba er ekki á leið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik
Mynd: Getty Images
Didier Drogba, fyrrum framherji Chelsea og núverandi framherji Montreal Impact, hefur útilokað það að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina á láni í janúar.

Drogba gekk í raðir Montreal Impact í sumar frá Chelsea, en hjá Montreal hefur hann spilað gríðarlega vel og skorað tólf mörk í 14 leikjum.

MLS-deildin í Bandaríkjunum er þó í hvíld núna fram í mars og því hafa verið orðrómar um það að Drogba gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina á sttutu láni í janúar.

"Það væri auðvitað mikill heiður, en ég held ég þurfti hvíld, til að hugsa um fjölskyldu mína og svo til að koma aftur til Montreal og eiga gott tímabil," sagði Drogba í samtali við Sky Sports.

Drogba spilaði samtals í níu ár með Chelsea, en á þeim tíma skoraði hann meira en 100 deildarmörk fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner