Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2015 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Enrique: MSN eru ekki sáttir nema allir skori
Ótrúlega öflugir
Ótrúlega öflugir
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, stjóri Barcelona, segir sóknartríóið sitt hjálpast að við að koma öllum á markalistann í hverjum leik.

Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar voru allir á skotskónum í gær þegar Barcelona vann 4-0 sigur á Real Sociedad en athygli vakti að Neymar gaf boltann á Messi í stað þess að skora sjálfur og fullkomna þrennuna á lokaandartökum leiksins.

„Þegar úrslit leiksins eru ráðin vilja þeir allir komast að í markaskoruninni og það er eðlilegt. Það er öðruvísi hugarfar í byrjun leiks", sagði Enrique eftir leikinn.

„Þeir skilja hvern annan mjög vel og þegar þeim tekst ekki öllum að skora eru þeir ekki ánægðir".


Barcelona er á eldi þessa dagana og virðast geta skorað að vild en Enrique er sannfærður um að liði geti gert betur.

„Mér finnst við ekki vera að spila eins vel og við getum gert. Ég held að við höfum verið að spila betur á síðasta tímabili."

„Við erum að spila vel en ég tel okkur geta gert enn betur. Það vinnur heldur enginn deildina í desember og við verðum að halda áfram að bæta okkur í hverjum leik",
sagði Enrique.
Athugasemdir
banner
banner
banner