Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2015 11:19
Ívan Guðjón Baldursson
Kína: Viðar og Sölvi bikarmeistarar - Unnu gegn Cahill og Ba
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shanghai Shenhua 0 - 1 Jiangsu Sainty
0-1 Sammir ('109)

Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen eru orðnir bikarmeistarar í Kína eftir góðan sigur á gífurlega sterku liði Shanghai Shenhua.

Byrjunarlið Shenhua er skipað af öflugum leikmönnum og mátti finna ástralska miðjumanninn Tim Cahill, sem gerði garðinn frægan hjá Everton, í byrjunarliðinu.

Hinn þrítugi Mohamed Sissoko, sem hefur leikið fyrir lið á borð við Juventus, PSG og Liverpool á síðustu sjö árum, var einnig í byrjunarliði Shenhua auk sóknarmannsins öfluga Demba Ba, sem ætti ekki að vera neinum áhugamanni um enska boltann ókunnugur.

Úrslitaleikurinn, sem var leikinn á heimavelli Shenhua eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli Jiangsu, var markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar. Það var snemma í síðari hálfleik framlengingarinnar sem hinn króatíski Sammir gerði eina markið og tryggði bikarmeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner