Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2015 14:47
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Costa meiðir mig ekki með vesti
Costa hefur ekki fundið sig á tímabilinu.
Costa hefur ekki fundið sig á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Diego Costa var ónotaður varamaður í markalausu jafntefli Chelsea gegn Tottenham.

Costa var látinn hita upp mestan part seinni hálfleiks og var vonsvikinn þegar Mourinho kláraði skiptingarnar sínar án þess að hleypa brasilíska sóknarmanninum inná völlinn.

Costa fór úr vestinu og kastaði því aftur fyrir sig og lenti það, viljandi eða ekki, undir stól Mourinho eftir að hafa haft viðkomu í handlegg stjórans sem virtist ekki taka eftir neinu.

„Ef Costa vill meiða mig þá gerir hann það ekki með því að kasta vesti í mig," sagði Mourinho þegar hann var spurður út í atvikið.

Mourinho var ánægður með frammistöðu Hazard í leiknum, þar sem Belginn spilaði sem fölsk nía einn upp á topp og fékk besta færi leiksins.

„Hazard var stórkostlegur, þetta var hans besti leikur á tímabilinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner