Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2015 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Neville segir að Man Utd þurfi tvo sigurvegara í liðið
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky og fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að United þurfi að bæta við sig tveimur sigurvegurum til að geta unnið ensku úrvalsdeildina þægilega.

United er í augnablikinu í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir Leicester og Manchester City sem verma toppsætin.

"Ef að þú bætir við tveimur leikmönnum í þetta Manchester United lið, segjum leikmönnum eins og, Gareth Bale eða Cristiano Ronaldo, þá gæti þetta lið unnið deildina, vegna þess að grunnurinn sem verið er að byggja á núna er þéttur," sagði Neville.

"United þarf sigurvegara, eins og Neymar, eins og Luis Suarez, einhvern sem er að fara að kveikja í leiknum, leikmann sem skorar eitt eða tvö mörk og tryggir sigurinn, þá allt í einu myndi liðið líta út eins og Barcelona, vegna þess að United heldur boltanum vel og lætur andstæðinginn líta illa út."

"Þeir eru á góðum stað í augnablikinu og úrslitin eru góð. Leikstíllinn er kannski ekki fyrir alla, en ég held þó að ef að tveir leikmenn bætist í hópinn, þá gæti liðið auðveldlega unnið deildina,"
sagði Neville að lokum.
Athugasemdir
banner
banner