Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2015 12:56
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Getafe lagði Villarreal
Lafita og félagar fagna marki.
Lafita og félagar fagna marki.
Mynd: Getty Images
Getafe 2 - 0 Villarreal
1-0 Angel Lafita ('21)
2-0 Alvaro Vazquez ('51)

Fyrsti leikur dagsins í spænsku efstu deildinni var viðureign Getafe og Villarreal. Getafe var fyrir leikinn með 11 stig úr 12 leikjum á meðan Villarreal var með 21 stig.

Heimamenn í Getafe vörðust gífurlega vel og tókst Villarreal, þrátt fyrir að vera talsvert meira með boltann, ekki að ná stöku skoti á rammann í leiknum.

Angel Lafita kom Getafe yfir í fyrri hálfleik með flottu einstaklingsframtaki og tvöfaldaði Alvaro Vazquez forystu heimamanna eftir frábæran undirbúning frá Lafita snemma í síðari hálfleik.

Villarreal er í sjötta sæti deildarinnar eftir tapið á meðan Getafe er komið upp í það þrettánda.
Athugasemdir
banner
banner
banner